
Aðalheiður Halldórsdóttir
Aðalheiður Halldórsdóttir stundaði nám við Listdansskóla Íslands, Dansakademíuna í Köln í Þýskalandi og við ArtEZ dansakademíuna í Arnheim í Hollandi.
Hún hefur verið fastráðin hjá Íslenska dansflokknum síðan 2003 Aðalheiður hefur einnig starfað í sjálfstæða geiranum, bæði sem dansari og danshöfundur og sem slíkur hlotið tilnefningar sem höfundur í samstarfi við aðra. Sem dansari hefur Aðalheiður fengið ýmsar tilnefningar og í tvígang hlotið Grímuna sem dansari ársins. Hún hlaut einnig tilnefningu sem Höfundur sviðshreyfinga í leiksýningu fyrir sama verk.
Aðalheiður er leiðbeinandi í Mat-Pilates tímunum.