• Heim
  • Námskeið
  • Skráning
  • Fréttir
  • Kennarar
  • Um skólann
  • Ballettskóli Eddu Scheving (2)

    4 vikna vornámskeið hefst 23. apríl 2022

    Ballettskóli Eddu Scheving

    Nú á 3 stöðum, í Skipholti, Kópavogi og Grafarvogi
    Skrá á námskeið
  • IMG_1388 - Copy

    Starfandi í 60 ár

    Ballettskólinn var stofnaður árið 1961

Deild ekki valin

Brynja Scheving

Brynja hóf ballettnám í Ballettskólanum ung að árum en auk þess stundaði hún nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Brynja tók ballettkennarapróf á vegum Félags íslenskra listdansara, FÍLD árið 1988 og hefur starfað við kennslu síðan.

Á yngri árum tók Brynja þátt í hinum ýmsu uppfærslum á vegum Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins eins og Gosa, Orfeifur og Evridís og Blindisleik. Árið 1987 hlaut hún styrk úr Styrktarsjóði ungra listdansara og hlaut þjálfun um tíma með Íslenska dansflokknum og dansaði m.a. með flokknum í verkinu Draumur á Jónsmessunótt. 

Brynja útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík, af uppeldissviði, árið 1987. Hún hefur sótt margs konar námskeið í dansi hérlendis sem erlendis eins og Yorkshire ballet seminars, Palucca Schulen í Dresden o.fl. 

Hún hefur samið fyrir sjónvarp og leikhús, þ.á.m. Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu.

Brynja hefur verið skólastjóri skólans frá árinu 2002. 

Ballettskólinn Skipholti

Ballettskólinn Grafarvogi

Íþróttahús Kópavogsskóla

Hafðu samband

Ballettskóli Eddu Scheving

  • Skipholt 50c
  • Reykjavík
  • +3548614120
  • 480210-1740
  • brynja@bsch.is