Ballettskóli Eddu Scheving fagnar 60 ára afmæli í ár og að því tilefni efnum við til ljósmyndasamkeppni þar sem 6 heppnir vinningshafar hljóta veglegar gjafir að andvirði kr. 60.000,- hver í formi inneignar sem hægt er að nýta á öllum námskeiðum okkar.
Birta þarf myndir á facebook eða instagram og merkja/tagga skólann. Einnig er gott að setja millumerkið #ballettí60ár
Síðasti skilafrestur er 25. ágúst. Þá mun fimm manna dómnefnd sem skipuð er úrvals fólki sem öll tengjast ballettskólanum á einhvern hátt en þau munu á endanum velja 6 bestu myndirnar
Dómnefnd skipa:
Anna Kristín Óskarsdóttir, ljósmyndari og förðunarfræðingur
Hanna V. Guðmundsdóttir, píanókennari og undirleikari við skólann
Helena Jónsdóttir, dans- og kvikmyndagerðarkona
Íris Tanja Flygenring, leikkona og dansari
Marteinn Tryggvason Tausen, þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur