Umsjón
Sjá má allar uppl. um vornámskeiðið sem hefst 23.apríl í sér flokki hér neðst á síðunni.
Efsta stig 10-20 ára
Efsta stig er aðeins kennt í húsnæði skólans í Skipholti 50c
3-4x í viku í 13 vikur, hver kennslustund er frá 60 - 120 mín, fer eftir aldri.
Nemendur stunda námið oftar í viku.
Sjá tímasetningar í hverjum aldursflokk hér til hliðar.
Hvað viljum við fá út úr náminu?
Námið verður erfiðara og krefst enn meiri aga.
Hjá 10 ára hópum bætast við æfingar á táskóm fyrir stúlkur.
Eldri nemendum gefst kostur á fjórðu kennslustund vikulega í klassískum ballett eða í jazz/modern.
Nemendur öðlast aukið sjálfsöryggi, læra að einbeita sér og tileinka sér þann sjálfsaga sem þarf til að ná enn meiri árangri. Ballettþjálfun eykur styrk, þrek, lipurð og mýkt. Mikið er lagt upp úr því að nemendur hafi gaman af dansinum og njóti þess sem hann hefur upp á að bjóða.
Mismunandi dansstílar eru kenndir og kynntir fyrir nemendum, fyrir utan klassíska ballettinn, s.s jazzballett, modern tækni, free style, floor barre tækni, pilates, þjóðdansar o.fl
Jólasýning í Borgarleikhúsinu og nemendasýningar í Borgarleikhúsi á vorönn.Skráning er bindandi.