Námskeiðin

2 ára ballett

Forskóli 3 - 6 ára, 1x í viku

Miðstig 6-9 ára, 2x í viku

Efsta stig 10 - 20 ára, 3-4x í viku, ballett

Ballett fyrir 20 ára og eldri

Jazzballett og söngleikjadans

Silfur svanir 65 ára +

Mat Pilates

sumarnámskeið 2020

Fréttir af starfinu

Kæru nemendur og foreldrar.
Nú er kennsla hafin hjá leik-og grunnskólaaldri, nema hjá 2 ára hópum sem koma með foreldrum. 

Við munum framlengja námskeiðin í desember og janúar til að bæta upp tapaða tíma. Vonandi fáum við að kenna öllum aldursflokkum sem allra fyrst en allir hópar eiga að geta fylgt tímum inni á facebook síðunum.

Kærleikskveðja,
starfsfólk Ballettskóla Eddu Scheving

Öll starfsemi liggur enn niðri

-
Kæru nemendur og foreldrar.
Því miður náum við ekki að hefja kennslu með hefðbundnu sniði samkvæmt nýjum reglum frá heilbrigðis- og almannavarnayfirvöldum sem gilda frá 31. október-17. nóvember.
Í ljósi aðstæðna er okkur mikið í mun að ná að klára námskeiðin okkar að fullu. Nú er mikið efni að koma inn á live grúppur á facebook fyrir alla aldurshópa. Við munum svo ná að framlengja námskeiðin í desember og bæta upp tapaða tíma og jafnvel munum við lengja önnina fram í janúar.
Við vitum að live kennsla er ekki það sama og hefðbundin kennsla en við högum fengið mjög jákvæð viðbrögð og þetta hefur vakið almennt mikla lukku. Allt efni sem við gerum er póstað beint á grúppurnar þar sem hægt er að nálgast það hvenær sem ykkur hentar best.
Allir flokkar fá frekari upplýsingar sendar á næstu dögum en þangað til minnum við á facebook hópana.
Förum vel með okkur og verum góð við hvort annað.
Kærleiks- og saknaðarkveðja,
starfsfólk Ballettskóla Eddu Scheving

Kennararnir

Deild ekki valin

Brynja Scheving

Brynja hóf ballettnám í Ballettskólanum ung að árum en auk þess stundaði hún nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Brynja tók ballettkennarapróf á vegum Félags íslenskra listdansara, FÍLD árið 1988 og hefur starfað við kennslu síðan.

Á yngri árum tók Brynja þátt í hinum ýmsu uppfærslum á vegum Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins eins og Gosa, Orfeifur og Evridís og Blindisleik. Árið 1987 hlaut hún styrk úr Styrktarsjóði ungra listdansara og hlaut þjálfun um tíma með Íslenska dansflokknum og dansaði m.a. með flokknum í verkinu Draumur á Jónsmessunótt. 

Brynja útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík, af uppeldissviði, árið 1987. Hún hefur sótt margs konar námskeið í dansi hérlendis sem erlendis eins og Yorkshire ballet seminars, Palucca Schulen í Dresden o.fl. 

Hún hefur samið fyrir sjónvarp og leikhús, þ.á.m. Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu.

Brynja hefur verið skólastjóri skólans frá árinu 2002. 

Edda Scheving

Edda byrjaði í ballett 3 ára. Hún hefur tekið þátt í sýningum skólans síðan, þá annað hvort sem nemandi eða sem danshöfundur. 

Hún hefur einnig stundað nám við Listdansskóla Íslands og JSB en hún útskrifaðist af samtímadansbraut JSB árið 2013. 

Edda lauk stúdentsprófi á listabraut frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2013. Hún hefur sótt ýmis dansnámskeið hér heima sem og erlendis, m.a. í Trinity Laban í London.

Edda aðstoðaði í kennslu í skólanum í mörg ár en hefur verið einn af aðalkennurum við skólann síðan 2013.

Soffía Dröfn Marteinsdóttir

Soffía hóf nám í Ballettskólanum 7 ára gömul og þaðan lá síðan leiðin í Listdansskóla þjóðleikshússins. 

Hún dansaði í ýmsum uppfærslum Íslenska dansflokksins og Þjóðleikhússins m.a. Giselle, Öskubusku, Paquitu ofl. Hún hlaut styrk úr styrkstarsjóði ungra listdansara árið 1987 og hefur hún sótt ballettnámskeið víða, meðal annars í New York, London og víðar í Evrópu. Hún dansaði með Íslenska jassballettflokknum á meðan hann starfaði. 

Hún byrjaði kennslu sem aðstoðarkennari við hlið Ingibjargar Björnsdóttur skólastjóra Listdansskólans 16 ára gömul og kenndi einnig á ballettárunum í Jassballettskóla Báru, Dansstúdíó Sóleyjar og Dansstúdíó Dísu. 

Soffía er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands. Hún er einnig lærður fatahönnuður og yogakennari. 

Soffía hefur kennt í Ballettskóla Eddu Scheving frá árinu 2002.